Donald Trump
Donald Trump
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump Bandaríkjaforseta sé heimilt að beita þjóðvarðliðinu í Kaliforníu í Los Angeles, en Trump kallaði út nokkur þúsund þjóðvarðliða til að stemma stigu við mótmælum í afmörkuðum hluta Los Angeles í byrjun mánaðar

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump Bandaríkjaforseta sé heimilt að beita þjóðvarðliðinu í Kaliforníu í Los Angeles, en Trump kallaði út nokkur þúsund þjóðvarðliða til að stemma stigu við mótmælum í afmörkuðum hluta Los Angeles í byrjun mánaðar. Mótmælendur beittu sér gegn brottflutningi ólöglegra innflytjenda.

Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu var andvígur því að Trump kallaði út þjóðvarðliðið í ríkinu. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Trump hefði ekki verið heimilt að kalla þjóðvarðliðið út. Nú hafa hins vegar þrír dómarar við áfrýjunardómstól snúið dómnum við. Trump fagnaði áfanganum á samfélagsmiðlum og sagði þetta vera „stóran sigur“.