Þróttur úr Reykjavík kom sér á topp Bestu deildar kvenna í knattspyrnu með því að leggja nýliða Fram að velli, 3:1, í tíundu umferð deildarinnar í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Breiðablik og FH eiga leiki til góða í dag og geta jafnað Þrótt að stigum

Þróttur úr Reykjavík kom sér á topp Bestu deildar kvenna í knattspyrnu með því að leggja nýliða Fram að velli, 3:1, í tíundu umferð deildarinnar í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Breiðablik og FH eiga leiki til góða í dag og geta jafnað Þrótt að stigum.

Tindastóll vann þá lánlausa nýliða FHL 4:1 á Reyðarfirði og kom sér þannig upp í sjöunda sæti og upp fyrir Val. FHL er áfram á botninum án stiga. » 40