— Morgunblaðið/Eggert
Vinna stendur nú yfir við endurnýjun á göngustíg við Miklubraut. Um er að ræða kaflann frá Stakkahlíð að strætóskýlinu sunnan við Miklubraut. Ívar Adólfsson hjá Garðyrkjuþjónustunni ehf. segir að verkinu miði vel

Vinna stendur nú yfir við endurnýjun á göngustíg við Miklubraut. Um er að ræða kaflann frá Stakkahlíð að strætóskýlinu sunnan við Miklubraut.

Ívar Adólfsson hjá Garðyrkjuþjónustunni ehf. segir að verkinu miði vel. „Það var þarna gömul hellulögn. Nú er verið að endurnýja stíginn og malbika hann. Svo verður sett lýsing meðfram stígnum,“ segir hann.

Aðspurður kveðst Ívar telja að verkinu ljúki eftir um tvær vikur.

Mikið er um framkvæmdir í Reykjavíkurborg nú í sumar. Á heimasíðu borgarinnar má sjá að áfram er unnið að endurgerð Hlemmssvæðisins, leggja á stíga við ÍR-svæðið í Breiðholti og við Gufunesstíg. Þá á að endurgera nokkrar hraðahindranir eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. hdm@mbl.is