Veiðitímabilið í Elliðaám hófst í gærmorgun þegar Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, lýsti formlega yfir opnun ánna. Að lokinni athöfn bauð hún borgarstjóranum í Reykjavík, samkvæmt hefð, að stíga út í ána og veiða fyrstu laxana
Veiðitímabilið í Elliðaám hófst í gærmorgun þegar Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, lýsti formlega yfir opnun ánna. Að lokinni athöfn bauð hún borgarstjóranum í Reykjavík, samkvæmt hefð, að stíga út í ána og veiða fyrstu laxana. Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarstjóri beið ekki boðanna og gekk þegar til veiða, með Ragnheiði við hlið sér til aðstoðar og leiðsagnar.