Hljómsveitin Umbra flytur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum og frumsamið efni þar sem texti er meðal annars sóttur í miðaldabókmenntir en Umbra verður með ljóðrænu tónleikana Umbra og arfinn á morgun, sunnudaginn 22
Hljómsveitin Umbra flytur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum og frumsamið efni þar sem texti er meðal annars sóttur í miðaldabókmenntir en Umbra verður með ljóðrænu tónleikana Umbra og arfinn á morgun, sunnudaginn 22. júní, kl. 16 á Gljúfrasteini. Í tilkynningu segir að í brennidepli verði efni af plötunni Bjargrúnir auk nýs efnis og að á tónleikunum megi gestir eiga von á náinni stund þar sem kafað verði ofan í sagnaarfinn og íslenska ljóðagerð í tónum og tali.