— AFP/Forsetaembætti Tyrklands
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, heimsótti í gær Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í Istanbúl, en sjaldgæft er að leiðtogar ríkjanna tveggja hittist. Ekkert stjórnmálasamband er á milli Armeníu og Tyrklands og hefur aldrei verið, og landamæri ríkjanna hafa verið lokuð frá því á 10

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, heimsótti í gær Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í Istanbúl, en sjaldgæft er að leiðtogar ríkjanna tveggja hittist. Ekkert stjórnmálasamband er á milli Armeníu og Tyrklands og hefur aldrei verið, og landamæri ríkjanna hafa verið lokuð frá því á 10. áratug 20. aldarinnar.

Stjórnvöld í Armeníu sögðu að heimsóknin markaði sögulegt skref í átt að því að tryggja frið í heimshlutanum og að setja samskipti nágrannaríkjanna á eðlilegan kjöl. Munu leiðtogarnir meðal annars hafa rætt möguleikann á því að Erdogan myndi heimsækja Armeníu.

Ekki voru þó allir Armenar ánægðir með heimsóknina, en lögreglan í Jerevan handtók nokkra tugi mótmælenda í gær.