Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum, segir málefni úkraínskra barna sem rænt hefur verið og flutt til Rússlands vera grundvallaratriði þegar kemur að mannréttindum barna
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum, segir málefni úkraínskra barna sem rænt hefur verið og flutt til Rússlands vera grundvallaratriði þegar kemur að mannréttindum barna. „Við lifum tíma þar sem við vitum í rauntíma að það er verið að stela börnum, svipta þau þjóðerni sínu, foreldrum, fjölskyldu, tungumáli, menningu og sögu,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið að loknum málfundi um vernd úkraínskra barna í gær.