Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum telur að ákvæði í stjórnarfrumvarpi um vegabréfsáritanir, sem nú er í meðförum Alþingis, þurfi að vera ítarlegri um heimild til að afturkalla slíkar áritanir.
Í umsögn um frumvarpið segir embættið að starfsfólk hafi orðið þess vart að einstaklingar sæki um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og meiri líkur séu á að þær séu samþykktar. Þessir einstaklingar hafi oft engin áform um að koma til Íslands og afbóki jafnvel hótel og flug um leið og þeir hafi fengið áritunina.
Þá hafi einng komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólarhringsferð til Íslands til að fá stimpil hér á landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti síðan ferðast áfram inn á Schengen-svæðið.