Vægi Japönsk ríkisskuldabréf leika stórt hlutverk í alþjóðahagkerfinu.
Vægi Japönsk ríkisskuldabréf leika stórt hlutverk í alþjóðahagkerfinu. — AFP/Kazuhiro Nogi
Japönsk stjórnvöld ætla að draga úr skuldabréfaútgáfu hraðar en búist hafði verið við. Líkt og Morgunblaðið hefur fjallað um olli það óróa í maí þegar lítill áhugi reyndist vera á útboði japanskra ríkisskuldabréfa með 20 ára líftíma og vilja…

Japönsk stjórnvöld ætla að draga úr skuldabréfaútgáfu hraðar en búist hafði verið við. Líkt og Morgunblaðið hefur fjallað um olli það óróa í maí þegar lítill áhugi reyndist vera á útboði japanskra ríkisskuldabréfa með 20 ára líftíma og vilja stjórnvöld róa markaðinn með því að draga úr framboði.

Ráðuneytið segir ekki unnið að því, að svo stöddu, að kaupa til baka skuldabréf sem áður hafa verið gefin út. Hins vegar hefur verið ákveðið að minnka útgáfu skuldabréfa til 20 ára á þessu ári um 1.800 milljarða jena, sem er um 15% lækkun miðað við fyrri áætlanir. Útgáfa skuldabréfa til 30 ára minnkar að sama skapi um 900 milljarða jena, og útgáfa 40 ára skuldabréfa um 500 milljarða jena. ai@mbl.is