Andrés Þór gítarleikari og Nico Moreaux bassaleikari koma fram á tvennum tónleikum á Björtuloftum Hörpu á vegum Jazzklúbbsins Múlans. Þeir fyrri fara fram annað kvöld, þriðjudaginn 24. júní, og þeir síðari á miðvikudagskvöld, 25

Andrés Þór gítarleikari og Nico Moreaux bassaleikari koma fram á tvennum tónleikum á Björtuloftum Hörpu á vegum Jazzklúbbsins Múlans. Þeir fyrri fara fram annað kvöld, þriðjudaginn 24. júní, og þeir síðari á miðvikudagskvöld, 25. júní. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Andrés og Nico „stíga á svið með náið og notalegt tónlistarferðalag þar sem eigin tónverk þeirra félaga mæta vel völdum standördum“, að því er segir í tilkynningu. „Saman skapa þeir félagar hljóðheim sem er bæði ljóðrænn og íhugull þar sem samspil, hljómur og andrými fá að njóta sín.“