Fannar Jónasson
Fannar Jónasson
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að þegar sé farið að skoða mismunandi sviðsmyndir fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þótt enn sé töluverður tími til stefnu. Hann kveðst í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að aðstæður verði…

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að þegar sé farið að skoða mismunandi sviðsmyndir fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þótt enn sé töluverður tími til stefnu. Hann kveðst í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að aðstæður verði með þeim hætti að ekkert standi í vegi fyrir því að hefðbundnar kosningar geti farið fram í Grindavík.

Miðflokksmenn og Sjálfstæðismenn hyggjast bjóða fram í kosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Á sama tíma er áhugi fyrir hendi hjá Samfylkingarmönnum líka þótt engin ákvörðun hafi enn verið tekin. » 4