— AFP/Hvíta húsið
Bandarísk stjórnvöld létu verða af því um helgina að ráðast á kjarnorkutengd mannvirki í Íran, í kjölfar hótana síðustu daga. Árásirnar áttu sér stað að morgni sunnudags að staðartíma, á þremur stöðum þar sem Íranir eru með kjarnorkustarfsemi

Bandarísk stjórnvöld létu verða af því um helgina að ráðast á kjarnorkutengd mannvirki í Íran, í kjölfar hótana síðustu daga. Árásirnar áttu sér stað að morgni sunnudags að staðartíma, á þremur stöðum þar sem Íranir eru með kjarnorkustarfsemi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að það væri kannski ekki í anda pólitísks rétttrúnaðar að nota hugtakið „stjórnarskipti“ en ef „núverandi stjórn Írans getur ekki gert Íran frábært aftur, af hverju ættu þá ekki að verða stjórnarskipti?“. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að með aðgerðum sínum hafi Bandaríkjamenn og Ísraelar aukið stigmögnun á svæðinu. » 12 og 13