Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Sigurð Fannar Þórsson, sem banaði tíu ára dóttur sinni að Hraunhólum við Krýsuvík, í 16 ára fangelsi vegna morðsins.
Samhliða sektardómi fyrir manndráp var Sigurður Fannar einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot en hann hafði undir höndum ýmis fíkniefni, svo sem kókaín, maríjúana, MDMA, MDMA-kristalla og ýmis önnur fíkniefni sem fundust við leit í vörugámi í Hafnarfirði þann 15. september 2024. Hvorki áfengi né vímuefni mældust í neinum mæli í blóði hans á þessum afdrifaríka degi þar sem hann banaði dóttur sinni.
Fram kemur í dómnum að Sigurður játaði brot sín en játaði hins vegar ekki ásetning um að hafa ætlað að drepa dóttur sína. Bar hann við minnisleysi um atvikið, og kom ekkert upp að hans sögn áður en hann réð henni bana.
Mat geðlækna var að Sigurður hefði ekki verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað og barnsmóðir hans sagði hann hafa verið eðlilegan í samskiptum fyrr um daginn.