Þótt ólíklegt sé að rekast á bjarndýr á Hornströndum er gott að hafa augun opin. Þessi fallega birna kom á land og var felld í Rekavík bak Höfn árið 2011. Hún hefur nú, 14 árum síðar, verið stoppuð upp og flutt í Hornstrandastofu þar sem hún verður til sýnis
Þótt ólíklegt sé að rekast á bjarndýr á Hornströndum er gott að hafa augun opin. Þessi fallega birna kom á land og var felld í Rekavík bak Höfn árið 2011. Hún hefur nú, 14 árum síðar, verið stoppuð upp og flutt í Hornstrandastofu þar sem hún verður til sýnis. „Hún er komin heim. Við erum mjög spennt að sýna hana, hún er ofsalega falleg,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruverndarstofnun.