Hátíðin Listasumar 2025 hefst á Akureyri í dag, þriðjudaginn 24. júní, og stendur til 19. júlí. Hún hefst með opnu húsi í Kaktus, þar sem haldið verður upp á Jónsmessu með tilraunakenndu og opnu DJ-VJ-kvöldi, og opnu húsi í Deiglunni, sem hefur öðlast nýtt og spennandi líf, segir í tilkynningu. Einnig verður opin vinnustofa í Listasafninu, þar sem gestalistamaðurinn Esther Moises tekur á móti gestum aftan við safnið, og Jónsmessudjass HAG tríós á Minjasafninu auk þess sem plötusnúðurinn síkáti Vélarnar mun þeyta skífum í Sundlaug Akureyrar. Allir viðburðir eru ókeypis en frekari upplýsingar má finna á listasumar.is.