Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu kom til Stara Pazova í Serbíu í gær en þar fer fram lokaundirbúningur liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska liðið mætir Serbíu í vináttulandsleik á föstudaginn og fer síðan á laugardaginn til Sviss þar sem…

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu kom til Stara Pazova í Serbíu í gær en þar fer fram lokaundirbúningur liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska liðið mætir Serbíu í vináttulandsleik á föstudaginn og fer síðan á laugardaginn til Sviss þar sem það mætir Finnlandi í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni miðvikudaginn 2. júlí. Þar mætir liðið einnig Sviss og Noregi í riðlakeppninni 6. og 10. júlí.