Myndlistarsýningin SKEPNUR / CREATURES verður opnuð í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 18. Til sýnis verða verk eftir listamennina Tryggva Haxan, Matthías Rúnar Sigurðsson og Úlf Karl auk þess sem Magnús Jóhann Ragnarsson flytur lifandi tónlist á hljóðfærið Ondes Martenot

Myndlistarsýningin SKEPNUR / CREATURES verður opnuð í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 18. Til sýnis verða verk eftir listamennina Tryggva Haxan, Matthías Rúnar Sigurðsson og Úlf Karl auk þess sem Magnús Jóhann Ragnarsson flytur lifandi tónlist á hljóðfærið Ondes Martenot. Listamennirnir „vinna með sköpunarverur úr mismunandi áttum – myndir, höggmyndir og málaðar verur sem sitja á mörkum goðsagna, drauma og umbreytingar“, segir í tilkynningu.