Listasumar á Akureyri var formlega sett í gær á Jónsmessu, og voru viðburðir og opin hús á nokkrum stöðum um bæinn. Hátíðin stendur til 19. júlí. Á Minjasafninu hélt HAG tríó djasstónleika í tilefni af Listasumri og voru þeir vel sóttir að sögn aðstandenda, en um 70 manns mættu á tónleikana
Listasumar á Akureyri var formlega sett í gær á Jónsmessu, og voru viðburðir og opin hús á nokkrum stöðum um bæinn. Hátíðin stendur til 19. júlí.
Á Minjasafninu hélt HAG tríó djasstónleika í tilefni af Listasumri og voru þeir vel sóttir að sögn aðstandenda, en um 70 manns mættu á tónleikana.
Dagskrá hátíðarinnar verður í stöðugri þróun meðan á henni stendur og stefnir allt í fjölbreytt og viðburðaríkt Listasumar fyrir norðan.