Eyþór Árnason
Eyþór Árnason
Eyþór Árnason leikari og skáld, höfundur sjö ljóðabóka, fékk þá hugdettu í kórónuveirufaraldrinum að gleðja ljóðaunnendur með upplestri á ljóðabókum sínum á facebook-síðu sinni. Ljóðadagskrár hans njóta ekki síður vinsælda

Eyþór Árnason leikari og skáld, höfundur sjö ljóðabóka, fékk þá hugdettu í kórónuveirufaraldrinum að gleðja ljóðaunnendur með upplestri á ljóðabókum sínum á facebook-síðu sinni. Ljóðadagskrár hans njóta ekki síður vinsælda.

Laugardaginn 28. júní kl. 15.00 verður hann með ljóðadagskrá í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð og eru allir velkomnir þangað.

Ljóðskáldið Eyþór Árnason fæddist 1954 og er sveitadrengur að uppruna, frá Uppsölum, Blönduhlíð í Skagafirði. Veturinn 1974-1975 var hann í Lýðháskólanum í Skálholti og haustið 1978 fór hann til Svíþjóðar, í Norræna lýðháskólann í Kungälv. Hóf nám í Leiklistarskóla Íslands haustið 1979 og útskrifaðist sem leikari vorið 1983.

Árið 1987 varð Eyþór sviðsstjóri á Stöð 2 og vann við sjónvarp til ársins 2009. Í nóvember 2011 var hann ráðinn sviðsstjóri í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og starfaði þar til vors 2024.

Eyþór hefur gefið út sjö ljóðabækur: Fyrsta bókin: Hundgá úr annarri sveit, kom út 2009 og hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Í fyrra kom út nýjasta bókin: Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur. Hún var tilnefnd til Maístjörnunnar sem besta ljóðabók ársins 2024.