— AFP/Stefano Rellandini
Grænfriðungar hafa gert sig heimakomna á Markúsartorginu í Feneyjum á Ítalíu í vikunni, en þeir vilja mótmæla brúðkaupi auðkýfingsins Jeffs Bezos. Bezos og fjölmiðlakonan Lauren Sanchez stefna á að láta pússa sig saman í Feneyjum í lok mánaðar og er ráð gert fyrir að gestirnir verði um 200

Grænfriðungar hafa gert sig heimakomna á Markúsartorginu í Feneyjum á Ítalíu í vikunni, en þeir vilja mótmæla brúðkaupi auðkýfingsins Jeffs Bezos.

Bezos og fjölmiðlakonan Lauren Sanchez stefna á að láta pússa sig saman í Feneyjum í lok mánaðar og er ráð gert fyrir að gestirnir verði um 200. Hafa þau bókað herbergi á flottustu hótelum eyjarinnar og á meðal veislugesta eru sagðar stórstjörnur á borð við Leonardo DiCaprio, Mick Jagger, Kim Kardashian, Oprah Winfrey, Orlando Bloom og Ivönku Trump. Hið minnsta 95 einkaþotur eru væntanlegar á Marco Polo-flugvöll um þetta leyti og ofursnekkja auðkýfingsins, Koru, verður við akkeri úti fyrir Markúsartorgi. Þessi áform leggjast illa í grænfriðunga, sem mótmælt hafa af hörku í Feneyjum síðustu daga.