Halla Margrét Jóhannesdóttir verður með leiðsögn þar sem hlaupið verður að útilistaverkum í Vesturbæ og Nauthólsvík. Lagt verður af stað í kvöld kl. 20 frá verki Rúríar við Háskólabíó. Í tilkynningu segir að skokkað verði á rólegum hraða rúma 7 km
Halla Margrét Jóhannesdóttir verður með leiðsögn þar sem hlaupið verður að útilistaverkum í Vesturbæ og Nauthólsvík. Lagt verður af stað í kvöld kl. 20 frá verki Rúríar við Háskólabíó. Í tilkynningu segir að skokkað verði á rólegum hraða rúma 7 km. Viðburðurinn tekur um 90 mínútur og er þátttaka ókeypis. Hlaupið er hluti af viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborg Reykjavík Unesco standa fyrir.