Inga Sæland, félagsmálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, færði rök fyrir því í pontu á Alþingi í gær hvers vegna hún teldi að hærri veiðigjöld skiluðu sér í hærri útsvarstekjum sveitarfélaga. „Ég tel að þegar veiðigjöldin hafa náð fram…

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Inga Sæland, félagsmálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, færði rök fyrir því í pontu á Alþingi í gær hvers vegna hún teldi að hærri veiðigjöld skiluðu sér í hærri útsvarstekjum sveitarfélaga.

„Ég tel að þegar veiðigjöldin hafa náð fram að ganga þá liggi það í hlutarins eðli að þau 32% sem hafa verið hingað til hlutur sjómanna fyrir það að draga aflann að landi, þá hefðu 32% af verðmæti þess afla farið í launagreiðslur til sjómanna,“ sagði Inga.

Bergþór Ólason úr Miðflokki var á meðal þeirra sem lýstu furðu sinni á ummælum Ingu. Minntist hann hvort tveggja á að samkvæmt starfandi forsætisráðherranum Ingu væru áhrifin allt önnur en fram kæmi í frumvarpi málsins og að félagsmálaráðherrann Inga virtist hlutast til um að setja glænýja tíu ára kjarasamninga sjómanna í upplausn.

Höf.: Andrea Sigurðardóttir