— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarverk vinnur nú að því að keyra út landfyllingar við Djúpafjörð. Framkvæmdirnar eru hluti af þverun á Gufufirði en framkvæmdunum lýkur við Djúpafjörð í september. Einnig stendur til að Vegagerðin bjóði út framkvæmdir á brú yfir Djúpafjörð, þar…

Borgarverk vinnur nú að því að keyra út landfyllingar við Djúpafjörð. Framkvæmdirnar eru hluti af þverun á Gufufirði en framkvæmdunum lýkur við Djúpafjörð í september.

Einnig stendur til að Vegagerðin bjóði út framkvæmdir á brú yfir Djúpafjörð, þar sem sjórinn er of djúpur í Djúpafirði fyrir landfyllingar. Framkvæmdirnar koma til með að stytta ferðatíma fólks um svæðið umtalsvert. Á myndinni má einnig sjá báta eða skurðarpramma sem skera þörunga fyrir þörungaverksmiðjuna á Reykhólum.