Bernharður Wilkinson er hættur sem aðalhjómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Færeyja eftir 21 ár í starfi. Breski stjórnandinn Catherine Larsen-Maguire tekur við stöðunni. Færeyski miðillinn KVF hefur eftir framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, Hans …
Bernharður Wilkinson er hættur sem aðalhjómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Færeyja eftir 21 ár í starfi. Breski stjórnandinn Catherine Larsen-Maguire tekur við stöðunni. Færeyski miðillinn KVF hefur eftir framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, Hans Petur í Brekkunum, að Bernharður hafi gert það að verkum að sveitin hafi stigið stórt skref fram á við. Er honum þakkað fyrir hans mikla framlag til sveitarinnar. Þá er haft eftir Bernharði sjálfum að honum hafi þótt mikill heiður að vinna með sveitinni.