Ísland mætir í dag Serbíu í vináttulandsleik í knattspyrnu en þetta er lokaleikur íslenska kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Sviss á miðvikudaginn kemur. Leikið er í Stara Pazova, miðstöð serbneska knattspyrnusambandsins, þar sem íslenska liðið hefur dvalið síðan á mánudag
Ísland mætir í dag Serbíu í vináttulandsleik í knattspyrnu en þetta er lokaleikur íslenska kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Sviss á miðvikudaginn kemur. Leikið er í Stara Pazova, miðstöð serbneska knattspyrnusambandsins, þar sem íslenska liðið hefur dvalið síðan á mánudag. Viðureignin hefst klukkan 17 en blaðamaður og ljósmyndari frá miðlum Árvakurs eru á staðnum og fylgjast með liðinu á lokametrunum fyrir Evrópumótið.