Hlátrasköll Þórarinn Ingi Pétursson og Jens Garðar Helgason eru í stuði.
Hlátrasköll Þórarinn Ingi Pétursson og Jens Garðar Helgason eru í stuði.
Þung umræða um veiðigjöld þessa dagana og vaxandi líkur á júlíþingi slá ekki á gleði þingmannanna Þórarins Inga Péturssonar og Jens Garðars Helgasonar, en skemmtilegri hliðar Alþingis eru á dagskrá Dagmála í dag

Þung umræða um veiðigjöld þessa dagana og vaxandi líkur á júlíþingi slá ekki á gleði þingmannanna Þórarins Inga Péturssonar og Jens Garðars Helgasonar, en skemmtilegri hliðar Alþingis eru á dagskrá Dagmála í dag.

Þeir lýsa því m.a. að þingmenn fái kökur daglega. Jens á erfitt með að standast freistingarnar síðdegis og segir umræðu komna í gang meðal þingmanna um að kannski væri betra að hafa kökur sjaldnar í boði. Sú hugmynd fellur síður en svo í kramið hjá Þórarni.

„Það væri gott ef það fólk hefði einhverja sjálfstjórn og sleppti því að borða kökurnar, svo við getum fengið,“ segir Þórarinn.

„Eða væri bara almennt í óstjórn eins og við, og tæki svo bara góða ermi eftir áramót,“ stingur Jens þá upp á.