Landsmót Um 350 keppendur mæta til leiks í Fjallabyggð um helgina.
Landsmót Um 350 keppendur mæta til leiks í Fjallabyggð um helgina. — Ljósmynd/UMFÍ
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði um helgina. Þetta er 13. mótið sem UMFÍ heldur fyrir fimmtíu ára og eldri en það fyrsta fór fram á Hvammstanga árið 2011 og hefur það farið fram árlega síðan þá

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði um helgina. Þetta er 13. mótið sem UMFÍ heldur fyrir fimmtíu ára og eldri en það fyrsta fór fram á Hvammstanga árið 2011 og hefur það farið fram árlega síðan þá.

Samkvæmt upplýsingum frá UMFÍ hefur skráning á mótið verið afar góð og munu tæplega 350 einstaklingar mæta til leiks. Auk keppenda er búist við miklum fjölda gesta í Fjallabyggð vegna landsmótsins.

Elsti karlinn sem skráður er til leiks er fæddur árið 1933 og fagnar 92 ára afmæli í júlí. Elsta konan er ári yngri, eða 91 árs á þessu ári. Yngsti þátttakandinn varð fimmtugur í febrúar. Allt þetta fólk keppir í boccia, sem er langfjölmennasta greinin á mótinu.

Auk þess verður keppt í bridds, frjálsum íþróttum, golfi, ringó, pútti, badminton, brennibolta, pílukasti, pokavarpi, pönnukökubakstri, skotfimi, stígvélakasti og sundi.

Til viðbótar verður götuhlaup fyrir alla aldurshópa og ýmislegt fleira skemmtilegt við íþróttahúsið á Ólafsfirði á laugardaginn. Þá verður matar- og skemmtikvöld á veitingahúsinu Rauðku um kvöldið.

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, hafa boðað komu sína á setningu mótsins í íþróttahúsinu á Siglufirði í kvöld.

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon