Alþingi Þreifingar þingflokksformanna um þinglok stóðu fram á nótt.
Alþingi Þreifingar þingflokksformanna um þinglok stóðu fram á nótt. — Morgunblaðið/Ómar
Þingflokksformenn á Alþingi áttu langan fund í gærkvöldi og var þingfundi frestað hvað eftir annað á meðan. Fundurinn stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum. Ekki er ljóst hvort þingflokksformennirnir reyndu að semja um þinglok…

Þingflokksformenn á Alþingi áttu langan fund í gærkvöldi og var þingfundi frestað hvað eftir annað á meðan. Fundurinn stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum.

Ekki er ljóst hvort þingflokksformennirnir reyndu að semja um þinglok og afgreiðslu mála eða hvort aðeins var reynt að semja um að hleypa tilteknum málum í gegn þar til annað kemur í ljós.

Heimildir Morgunblaðsins herma að stjórnarliðið vilji ekki heyra á annað minnst en að öll helstu stjórnarmál fái afgreiðslu, en stjórnarandstaðan vill fá eitthvað fyrir snúð sinn. Óvíst er því með sáttfýsina, en hótun um að beita 71. grein þingskapa til að stöðva allar umræður og ganga til atkvæða liggur í loftinu. » 4