Kirkja Mannvirki í Dnípró eru víða illa farin eftir flugskeytaárásir.
Kirkja Mannvirki í Dnípró eru víða illa farin eftir flugskeytaárásir. — AFP
Fimm fórust í flugskeytaárás Rússa í borginni Dnípró í Úkraínu í gær. 25 til viðbótar særðust í árásinni. Morgunblaðið greindi frá því fyrr í vikunni þegar Rússar drápu að minnsta kosti 19 og særðu hátt í 300 í árás í borginni

Fimm fórust í flugskeytaárás Rússa í borginni Dnípró í Úkraínu í gær. 25 til viðbótar særðust í árásinni. Morgunblaðið greindi frá því fyrr í vikunni þegar Rússar drápu að minnsta kosti 19 og særðu hátt í 300 í árás í borginni.

Dnípró er staðsett í miðju Úkraínu en Rússar segjast hafa náð fótfestu í héraðinu Dníprópetrovsk, þar sem borgin er.

Rússar drápu einnig tvo í annarri árás á bæinn Samar fyrr í vikunni. Samar er rétt fyrir utan Dnípró. Úkraínski herinn hefur áður sagt að árásir Rússa nálægt bænum hafi hæft æfingarmiðstöð úkraínska hersins.

Skiptust á herföngum

Á fimmtudaginn áttu sér stað fangaskipti milli Úkraínumanna og Rússa en skiptin voru meðal þess sem ríkin féllust á í Istanbúl fyrr í mánuðinum. Samið var um að bæði ríki myndu sleppa að minnsta kosti 1.000 föngum úr haldi. Hvorugt ríkjanna vildi gefa upp nákvæma tölu þeirra fanga sem skipst var á.

Ekki hefur verið komið á öðrum sáttarmiðlunarfundi eftir þann sem átti sér stað í Tyrklandi 2. júní.

Margir þeirra fanga sem Úkraínumenn endurheimtu hafa verið í haldi Rússa í um það bil þrjú ár eða síðan í upphafi innrásarinnar. Þeir voru handsamaðir í Maríupol sem er mun nær landamærum Rússlands en borgin Dnípró sem Rússar hafa sótt á undanfarið.

Þeir hafa þó ráðist á bæi og borgir á fleiri stöðum í Rússlandi, m.a. í höfuðborginni Kíev.

Þá dó einnig einn íbúi í árás Rússa í þorpinu Tavriske í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu. Tveir til viðbótar særðust í sömu árás.

Úkraínumenn hafa gert drónaárásir í Rússlandi, m.a. dó einn í slíkri árás í Mosku fyrr í vikunni.