Sumarsýning ARS LONGA, Djúpavogi, Í lággróðrinum, verður opnuð í dag, laugardaginn 28. júní, kl. 15. Þar sýnir stór hópur íslenskra og erlenda listamanna. Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings opnar sýninguna en Regn Evu, Tuija Hansen & Wiola Ujazdowska munu fremja gjörninga

Sumarsýning ARS LONGA, Djúpavogi, Í lággróðrinum, verður opnuð í dag, laugardaginn 28. júní, kl. 15. Þar sýnir stór hópur íslenskra og erlenda listamanna. Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings opnar sýninguna en Regn Evu, Tuija Hansen & Wiola Ujazdowska munu fremja gjörninga. „Í lággróðrinum er sýning sem grefst fyrir um kerfin sem binda náttúru og menningu saman – í gegnum rætur sem næra, sagnaminni sem liggja í loftinu og krafta sem viðhalda tilveru okkar,“ segir meðal annars í tilkynningu.