Þingflokksformenn sátu enn við samningaborð þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum. Fundi var slitið til þess að aðrir þingmenn kæmust heim í háttinn, en með því var stjórnin sögð vilja sýna fram á „góða trú“.
Fundum Alþingis var frestað hvað eftir annað í gær meðan þingflokksformenn freistuðu þess að semja um afgreiðslu mála á þingi. Þær þreifingar höfðu raunar siglt í strand í gær, þar til Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra bar klæði á vopnin í ræðustól Alþingis, sagði að sér félli miður hve þung orð hefðu fallið á báða bóga. Af samtölum við stjórnarandstöðuna skynjaði hún einlægan samningsvilja.
Fundur hefst á Alþingi kl. 10 nú í dag, en viðbúið að honum verði samstundis frestað meðan þingflokksformenn ræðast við. » 6