— AFP/Ardnaud Finistre
Kastala þennan í Búrgúndhéraði heimsækja yfir 250.000 ferðamenn á hverju ári. Þrátt fyrir að yfirbragð mannvirkisins minni á miðaldir hófst bygging þess ekki fyrr en árið 1997 og er það enn í byggingu

Kastala þennan í Búrgúndhéraði heimsækja yfir 250.000 ferðamenn á hverju ári. Þrátt fyrir að yfirbragð mannvirkisins minni á miðaldir hófst bygging þess ekki fyrr en árið 1997 og er það enn í byggingu. Aðferðirnar til þess eru þær sömu og notaðar voru á miðöldum. Eins og sjá má á myndinni er notast við hestvagna á svæðinu. Engar nútímalegar aðferðir eða hjálpartæki eru leyfð við byggingu kastalans.

Verkefnið er einkaframtak sem hefur orðið að öðrum vinsælasta ferðamannastað héraðsins í Frakklandi en kastalinn er í u.þ.b. tveggja klukkutíma akstursfjarlægð frá París. Talsmaður verkefnisins segir það fjárhagslega sjálfbært. 50 manns vinna að smíðinni en 140 sjálfboðaliðar hafa boðið fram krafta sína í sumar. floki@mbl.is