Úrkomu er spáð yfir meðallagi á landinu næstu daga í flestum landshlutum en hvergi er þó gert ráð fyrir úrhelli. Þess í stað mun sólin láta sjá sig inni á milli. Þetta kemur fram í færslu á veðurvefnum Bliku sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti
Úrkomu er spáð yfir meðallagi á landinu næstu daga í flestum landshlutum en hvergi er þó gert ráð fyrir úrhelli. Þess í stað mun sólin láta sjá sig inni á milli. Þetta kemur fram í færslu á veðurvefnum Bliku sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti.
Þar segir einnig að þótt lægðir séu ríkjandi við landið hafi ekki hvesst að neinu ráði. Þrátt fyrir fremur svalt loft yfir landinu er þó alls ekki kalt miðað við árstíma. Og er ástæða þess m.a. sú að sjórinn umhverfis landið er nú fremur hlýr.