Regnhlíf kemur sér oft vel.
Regnhlíf kemur sér oft vel.
Úrkomu er spáð yfir meðallagi á land­inu næstu daga í flest­um lands­hlut­um en hvergi er þó gert ráð fyrir úrhelli. Þess í stað mun sólin láta sjá sig inni á milli. Þetta kem­ur fram í færslu á veður­vefn­um Bliku sem Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur held­ur úti

Úrkomu er spáð yfir meðallagi á land­inu næstu daga í flest­um lands­hlut­um en hvergi er þó gert ráð fyrir úrhelli. Þess í stað mun sólin láta sjá sig inni á milli. Þetta kem­ur fram í færslu á veður­vefn­um Bliku sem Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur held­ur úti.

Þar seg­ir einnig að þótt lægðir séu ríkjandi við landið hafi ekki hvesst að neinu ráði. Þrátt fyrir frem­ur svalt loft yfir land­inu er þó alls ekki kalt miðað við árs­tíma. Og er ástæða þess m.a. sú að sjórinn umhverfis landið er nú fremur hlýr.