Þorsteinn Magnússon fæddist á Akureyri 26. september 1963. Hann lést á heimili sínu 16. júní 2025.
Þorsteinn var sonur hjónanna Magnúsar Þorsteinssonar, f. 20.12. 1942, og Elísu Jónsdóttur, f. 29.3. 1939, d. 19.11. 1986. Hann var elstur fjögurra systkina, hin eru Áslaug Ágústa, f. 20.1. 1965, maki Svavar Sigmundsson, Jón Pálmi, f. 24.3. 1968, maki Gréta Baldursdóttir, og Anna Rósa, f. 5.3. 1970, maki Bjarni Áskelsson. Seinni kona Magnúsar er Roxanna Björg Morales, f. 25.6. 1947. Börn Roxönnu eru Marsela, f. 1963, d. 14.11. 2010, Gabriela Rósa, f. 1965, og Stefán Esekiel, f. 1980.
Að loknum grunnskóla vann Þorsteinn ýmis verkamannastörf hjá Slippnum og SS Byggi. Síðustu 15 árin starfaði hann hjá Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi, aðallega við kertagerð.
Útför Þorsteins verður frá Akureyrarkirkju í dag, 30. júní 2025, klukkan 13.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Við þökkum Steina vinnufélaga okkar góð kynni og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.
F.h. samstarfsfólks á Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi Akureyri,
Sigurrós.