Margir aðdáendur Simpsons voru skiljanlega í uppnámi eftir lokaþátt 36. seríu, en þar virðist Marge Simpson kveðja fyrir fullt og allt. Í þættinum, sem gerist í framtíðinni, virðist hún láta lífið eftir að hafa varað Bart og Lísu við að fjarlægjast hvort annað
Margir aðdáendur Simpsons voru skiljanlega í uppnámi eftir lokaþátt 36. seríu, en þar virðist Marge Simpson kveðja fyrir fullt og allt. Í þættinum, sem gerist í framtíðinni, virðist hún láta lífið eftir að hafa varað Bart og Lísu við að fjarlægjast hvort annað. Þrátt fyrir það gerist það engu að síður og í lokin birtist Marge á himnum með fyrrverandi kærasta sínum, Ringo Starr.
Í viðtali við Variety hughreystu höfundarnir þó syrgjandi aðdáendur en þeir segja Marge alls ekki vera að hverfa af skjánum. Nánar á K100.is.