— AFP/Guillermo Arias
Slökkviliðsmaður berst við skógareld sem engu eirir og hefur nú geisað í tæplega tvær vikur í nágrenni bæjarins La Rumorosa í Baja California-fylkinu á samnefndum skaga í Mexíkó sem teygir sig suður frá Kaliforníuríki í nágrannalandinu Bandaríkjunum

Slökkviliðsmaður berst við skógareld sem engu eirir og hefur nú geisað í tæplega tvær vikur í nágrenni bæjarins La Rumorosa í Baja California-fylkinu á samnefndum skaga í Mexíkó sem teygir sig suður frá Kaliforníuríki í nágrannalandinu Bandaríkjunum.

Áætla mexíkósk yfirvöld að skógareldurinn, sem hlotið hefur gælunafnið „Guadalajara 2“-eldurinn eftir einum forvera sinna, hafi gert rúmlega 12.000 ekrur, svæði sem jafngildir tæplega 50 ferkílómetrum, af gróður­lendi að sviðinni jörð og ösku á tveimur vikum. Fylkisstjórinn Marina del Pilar Ávila Olmeda hefur lofað viðbragðsaðila fyrir eljuverk sitt og hvetur jafnframt almenning allan til að sýna fyllstu aðgætni og árvekni. Voru eldarnir í byrjun þrír, en nú er einn eftir.