30 ára Anna Helena fæddist á ­Akureyri og ólst þar upp. Hún æfði fótbolta með Þór fram að menntaskólaárunum. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 2015 og fór eftir eitt ár í Háskóla Íslands og lauk þar við viðskiptafræði

30 ára Anna Helena fæddist á ­Akureyri og ólst þar upp. Hún æfði fótbolta með Þór fram að menntaskólaárunum. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 2015 og fór eftir eitt ár í Háskóla Íslands og lauk þar við viðskiptafræði. Hún hefur unnið á Bílaleigu Akureyrar/Höld sem þjónustufulltrúi síðan.

Helstu áhugamál Önnu Helenu eru að hekla. „Ég hef verið mikið að hekla töskur, og dundaði mér við það í fæðingarorlofinu.“ Svo segist hún hafa gaman af allri hreyfingu, hvort sem það er að hlaupa eða fara í ræktina.

Fjölskylda Sambýlismaður Önnu Helenu er Steinar Logi Þórðarson, f. 1993, hann starfar hjá Akureyrarbæ. Þau eiga soninn Kristal Theó Steinarsson, f. 2024, og búa á Akureyri.