Mikil útbreiðsla kíghósta á síðasta ári sem hófst um vorið var versta bylgja kíghósta hér á landi í nærri 30 ár. Samtals greindust 145 með kíghósta á árinu og var helmingur greindra börn fjórtán ára eða yngri

Mikil útbreiðsla kíghósta á síðasta ári sem hófst um vorið var versta bylgja kíghósta hér á landi í nærri 30 ár. Samtals greindust 145 með kíghósta á árinu og var helmingur greindra börn fjórtán ára eða yngri. Mjög fá tilfelli greindust þó hjá yngstu börnunum sem er hættast við alvarlegum veikindum. Enginn greindist með kíghósta hér á landi á árunum 2020 til 2023. Þetta kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2024, sem sóttvarnalæknir gefur út.

Fram kemur í skýrslunni að í fyrra greindust um 950 einstaklingar með covid-19 og létust 19 einstaklingar á árinu vegna covid.

Sex einstaklingar voru greindir með legíónellu-lungnabólgu eða svonefnda hermannaveiki í fyrra, þrír karlar og þrjár konur, 46 til 83 ára. » 14