Flatey Hótelið hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir þorpið í Flatey á Breiðafirði. Ný flotbryggja verður sett niður í víkinni við hótelið.
Flatey Hótelið hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir þorpið í Flatey á Breiðafirði. Ný flotbryggja verður sett niður í víkinni við hótelið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hótel Flatey hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir þorpið í Flatey á Breiðafirði. Breytingin felur í sér stækkun lóðar um 550 m². Þar að auki er óskað eftir að ný flotbryggja verði staðsett í víkinni Þýskuvör

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Hótel Flatey hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir þorpið í Flatey á Breiðafirði. Breytingin felur í sér stækkun lóðar um 550 m². Þar að auki er óskað eftir að ný flotbryggja verði staðsett í víkinni Þýskuvör.

Ástæða þessara breytinga eru áform um að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Stefnt er að því að bæta við tveimur nýjum gistihúsum sem yrðu hluti af Hótel Flatey, með það að markmiði að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Flotbryggjan verður í einkaeigu.

Bætt aðstaða ferðamanna

Meginmarkmið breytingarinnar er að bæta aðstöðu ferðamanna í Flatey með fjölgun gistirýma og tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og vernd sögulegs byggðamynsturs með tilliti til sérstöðu gamla þorpsins í Flatey sem verndarsvæðis í byggð.

Skipulagssvæðið er innan deiliskipulags gamla þorpsins í Flatey, sem afmarkar þéttskipaða byggð á norðurhluta eyjunnar. Þorpið hefur varðveist sem heillegt byggðamynstur frá 19. öld og er skilgreint sem verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum. Landnotkun svæðisins er skilgreind í aðalskipulagi sem frístundabyggð, en innan þess er heimild fyrir veitinga- og hótelrekstri, auk minniháttar ferðaþjónustu. Í dag er Hótel Flatey eina hótelið á eyjunni, með gistirými fyrir allt að 30 manns.

Flatey

Áhersla er lögð á að vernda og styrkja svipmót byggðarinnar og viðhalda byggingarlistarlegu og menningarsögulegu gildi hennar.

Stuðlað verði að verndun og viðhaldi einstakra húsa sem og þorpsins sem heildar.

Áhersla verður lögð á að endurgera og viðhalda húsum, umhverfi og almenningsrýmum.

Höf.: Óskar Bergsson