Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, kveðst hafa af því miklar áhyggjur að núverandi meirihluti í borgarstjórn telji það ekki vera hlutverk sitt að hagræða í rekstri borgarinnar.
Hann bregst þannig við þeim tíðindum að Reykjavíkurborg hafi verið rekin með 5,4 milljarða króna tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins, þrátt fyrir að útsvarstekjur borgarinnar á sama tímabili hafi verið 2 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Líf Magneudóttir formaður borgarráðs segir meginskýringuna á hallarekstrinum vera gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga, en þær námu 2,5 milljörðum. Hún bendir einnig á að núverandi meirihluti í borgarstjórn hafi ekki tekið við stjórnartaumunum fyrr en 21. febrúar sl. Til þess tíma hafi Einar Þorsteinsson verið borgarstjóri.
Einar segir engan vilja hjá meirihlutanum til að taka til í rekstrinum og finna leiðir til að gera hlutina betur og nýta skattfé betur en gert er.
„Þvert á móti ætlar meirihlutinn að hækka útgjöld heimilanna,“ segir hann. » 4