Silja Bára R. Ómarsdóttir tók formlega við embætti rektors Háskóla Íslands af Jóni Atla Benediktssyni í gær. Rektorsskiptin fóru fram í hátíðarsal aðalbyggingar háskólans.
Athöfnina setti Ólafur Pétur Pálsson, prófessor og varaforseti háskólaráðs. Sigríður Thorlacius söng og Guðmundur Óskar Guðmundsson spilaði á gítar. Meðal viðstaddra voru Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir.
Silja Bára hefur starfað við Háskóla Íslands í rúmlega tvo áratugi en hún er prófessor í alþjóðastjórnmálum. Lauk hún grunn- og framhaldsnámi í Bandaríkjunum og doktorsprófi á Írlandi.