Alþingi Minnihlutinn telur frumvarpið ótækt til atkvæðagreiðslu.
Alþingi Minnihlutinn telur frumvarpið ótækt til atkvæðagreiðslu. — Morgunblaðið/Karítas
Fjölmargir stjórnarandstöðu­þingmenn telja að frétt Morgun­blaðsins í gær kalli á að atvinnu­veganefnd þurfi að taka veiðigjaldafrumvarpið aftur inn í nefnd í miðri 2. umræðu. Þingmenn bentu á að enn væri kominn fram enn einn annmarkinn á…

Fjölmargir stjórnarandstöðu­þingmenn telja að frétt Morgun­blaðsins í gær kalli á að atvinnu­veganefnd þurfi að taka veiðigjaldafrumvarpið aftur inn í nefnd í miðri 2. umræðu.

Þingmenn bentu á að enn væri kominn fram enn einn annmarkinn á margleiðréttu frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem þá kallaði á enn eina leiðréttingu þess. Ekki væri unnt að ljúka 2. umræðu um frumvarpið við svo búið, hvað þá ganga til atkvæða um það.

Sigurjón Þórðarson, þing­maður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, taldi það hins vegar ástæðulaust að nefndin fjallaði um „óstaðfestar fréttir“ úr fjölmiðlum.

Í fréttinni var upplýst að samkvæmt frumvarpinu ætti að leggja veiðigjald á fimm fisktegundir – þorski, ýsu, síld, kolmunna og makríl – samkvæmt kerfisbundnu ofmati á hagnaði.

Bergþór Ólason las hluta fréttarinnar í pontu og tilkynnti síðar að hann hefði óskað formlega eftir því að málið yrði tekið fyrir í nefnd. Fleiri þingmenn vöktu athygli á fréttinni í ræðum sínum, en þ. á m. létu Þórarinn Ingi Pétursson og Njáll Trausti Friðbertsson til sín taka. andres@mbl.is