— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa getað notið lífsins í mildu og fallegu veðri síðustu daga. Á Geirsnefi í Reykjavík koma hundaeigendur gjarnan með hunda sína og leyfa þeim að fá smá útrás. Útlit er fyrir að áfram verði fallegt veður í dag og hiti á landinu verður á bilinu 7-14 stig

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa getað notið lífsins í mildu og fallegu veðri síðustu daga. Á Geirsnefi í Reykjavík koma hundaeigendur gjarnan með hunda sína og leyfa þeim að fá smá útrás. Útlit er fyrir að áfram verði fallegt veður í dag og hiti á landinu verður á bilinu 7-14 stig. Á morgun snýst hins vegar í suðlæga átt með vætu um landið sunnan- og vestanvert. Áfram má búast við rigningu síðar í vikunni.