7 Lineth Beerensteyn sóknarmaður frá frá Wolfsburg – 114 landsleikir, 39 mörk.
7 Lineth Beerensteyn sóknarmaður frá frá Wolfsburg – 114 landsleikir, 39 mörk. — Ljósmynd/vfl-wolfsburg.de
Hún var lengi í því hlutverki að styðja stórstjörnuna Vivianne Miedema, sem og þær Jill Roord, Jackie Groenen og Danielle van de Donk sem voru næstar í röðinni. En ekki lengur. Undanfarin tvö ár hefur hollenska landsliðið í vaxandi mæli þurft að treysta á mörk frá leikmanni Wolfsburg

Hún var lengi í því hlutverki að styðja stórstjörnuna Vivianne Miedema, sem og þær Jill Roord, Jackie Groenen og Danielle van de Donk sem voru næstar í röðinni. En ekki lengur. Undanfarin tvö ár hefur hollenska landsliðið í vaxandi mæli þurft að treysta á mörk frá leikmanni Wolfsburg. Hún skorar ekki endilega glæsilegustu mörkin en hún skorar þau með vinstri fæti, með hægri fæti og með höfðinu. Þá er hún óútreiknanleg og gríðarlega fljót. „Nú tek ég betri ákvarðanir en ég gerði áður, hvaða hlaup ég á að taka og hvaðan er best að skjóta,“ sagði hún nýlega í viðtali.