Tekin var fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í gær kæra eigenda veiðiréttar við Iðu í Biskupstungum þar sem kærð var sú ákvörðun sýslumannsins á Suðurlandi að fallast ekki á að leggja lögbann við ferðum Finns Harðarsonar, leigutaka Stóru-Laxár í Hreppum, …

Tekin var fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í gær kæra eigenda veiðiréttar við Iðu í Biskupstungum þar sem kærð var sú ákvörðun sýslumannsins á Suðurlandi að fallast ekki á að leggja lögbann við ferðum Finns Harðarsonar, leigutaka Stóru-Laxár í Hreppum, um einkaveg sem liggur að sumarbústöðum á svæðinu, sem og að veiðisvæðinu við Iðu.

Finnur hefur síðustu tvö sumur brotið sér leið í gegnum læst hlið á einkavegi landeigenda með því að saga sundur keðjur og lása. Erindi hans hefur verið að amast við veiðum á Iðu.

Sýslumaður hafnaði lögbannskröfunni fyrir nokkru, þótti krafan ekki nógu skýr og því var málinu skotið til Héraðsdóms.

Var varnaraðila veittur frestur til að skila greinargerð í málinu til 21. ágúst nk. og er ástæðan sú að starfsfólk dómstólsins er að fara í sumarleyfi og kemur ekki aftur til starfa fyrr en áðurnefndan dag. » 4