Alexia Putellas mætir til leiks með Spánverjum á Evrópumótinu sem óumdeildur leiðtogi. Miðjumaðurinn frá Barcelona missti af síðasta EM á Englandi á sárgrætilegan hátt þegar hún sleit krossband í hné nokkrum dögum fyrir fyrsta leik spænska liðsins í London
Alexia Putellas mætir til leiks með Spánverjum á Evrópumótinu sem óumdeildur leiðtogi. Miðjumaðurinn frá Barcelona missti af síðasta EM á Englandi á sárgrætilegan hátt þegar hún sleit krossband í hné nokkrum dögum fyrir fyrsta leik spænska liðsins í London. Nú er hún við hestaheilsu og mætir fersk til leiks eftir frábært tímabil með félagsliði sínu, og er á ný hjartað í miðjuspili spænska liðsins. Hún býr bæði yfir reynslu og ómældum hæfileikum sem gera hana að lykilleikmanni í öllum áætlunum Montse Tomé þjálfara.