Norður ♠ KG4 ♥ 3 ♦ G985 ♣ 108643 Vestur ♠ Á ♥ K6542 ♦ KD2 ♣ ÁKG5 Austur ♠ D8 ♥ ÁD ♦ 107643 ♣ D972 Suður ♠ 10976532 ♥ G10987 ♦ Á ♣ – Suður spilar 4♠ doblaða

Norður

♠ KG4

♥ 3

♦ G985

♣ 108643

Vestur

♠ Á

♥ K6542

♦ KD2

♣ ÁKG5

Austur

♠ D8

♥ ÁD

♦ 107643

♣ D972

Suður

♠ 10976532

♥ G10987

♦ Á

♣ –

Suður spilar 4♠ doblaða.

Sveit Don Julio, skipuð Júlíusi Sigurjónssyni, Þorláki Jónssyni og Norðmönnunum Stian Evenstad og Lasse Aaseng, tapaði með einum impa fyrir hollenskri sveit í 60 liða útsláttarkeppni í opna flokknum á Evrópumótinu í Póllandi í vikunni. Alls tóku 122 sveitir þatt.

Spilið að ofan var mikið sveifluspil, þar á meðal í ofangreindum leik. Við annað borðið opnaði suður eftir tvö pöss á 3♠, Evenstad doblaði og norður hækkaði í 4♠. Aaseng doblaði til úttektar og AV enduðu síðan í 6♥ sem fóru heila fimm niður, 500 til NS.

Við hitt borðið opnaði Júlíus á frekar óhefðbundnum 4♠ með suðurspilin. Vestur doblaði og austur passaði. En spilið lá vel og á Júlíus gaf aðeins einn slag á spaða og tvo á hjarta, skrifaði 790 í sinn dálk og innbyrti sjö impa. Tvær aðrar íslenskar sveitir tóku þátt í mótinu en komust ekki í útsláttarkeppnina.