Það skiptir engu máli hvern þú talar við um kvennaknattspyrnu í Sviss, allir lofsyngja Sydney Schertenleib. Þessi 18 ára framherji sem er einnig með bandarískan ríkisborgararétt hefur skotist með hraði upp á stjörnuhimininn undanfarið ár.
Eftir að hún skipti frá Grasshoppers til ungmennaliðs Barcelona fyrir tólf mánuðum er hún nú alfarið meðlimur aðalliðsins og spilar reglulega. Hún vann tvennuna á síðasta tímabili með Barcelona og komst í úrslit Meistaradeildarinnar þótt hún hafi ekki komið við sögu í tapinu fyrir Arsenal.
Tæknileg geta hennar og færni við að rekja boltann eru algjört augnayndi og af mörgum hæfileikaríkum leikmönnum sem eru að koma upp hjá Sviss í augnablikinu er hún demanturinn.