Myndlistarsýningin Úr fullkomnu samhengi verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, fimmtudaginn 3. júlí, kl. 16 en þar sýnir kanadíska kvikmynda- og vídeólistafólkið Julie Tremble, Philippe-Aubert Gauthier og Tanya Saint-Pierre verk sín

Myndlistarsýningin Úr fullkomnu samhengi verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, fimmtudaginn 3. júlí, kl. 16 en þar sýnir kanadíska kvikmynda- og vídeólistafólkið Julie Tremble, Philippe-Aubert Gauthier og Tanya Saint-Pierre verk sín. Segir í tilkynningu að auk þess verði sérstök vídeódagskrá á opnuninni með verkum eftir sjö listamenn. „Verkefnið er leikur að greinilegum ósamrýmanleika sem leyfir sér ákveðið sundurleysi til að kanna nýjar leiðir til samstarfs og sýningargerðar.“