Phoebe Waller-Bridge
Phoebe Waller-Bridge
Bíó Paradís sýnir einleikinn Fleabag í uppsetningu Breska þjóðleikhússins laugardaginn 5. júlí klukkan 21 og fimmtudaginn 10. júlí kl. 19 í leikstjórn Tonys Grech-Smiths og Vicky Jones

Bíó Paradís sýnir einleikinn Fleabag í uppsetningu Breska þjóðleikhússins laugardaginn 5. júlí klukkan 21 og fimmtudaginn 10. júlí kl. 19 í leikstjórn Tonys Grech-Smiths og Vicky Jones. Segir í tilkynningu að um sé að ræða sprenghlægilegan og margverðlaunaðan einleik sem hafi verið kveikjan að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Fleabag á BBC. „Uppsetningin kann að vera óvægin, dónaleg og byggð á sjálfmiðuðu tilfinningaklámi en hvað er það á milli vina?“ Þá hefur sýningin, sem bönnuð er innan 16 ára, hlotið fullt hús stiga hjá gagnrýnendum en með aðalhlutverk fer Phoebe Waller-Bridge. Bíó Paradís er samstarfsaðili Breska þjóðleikhússins og býður reglulega upp á valdar leikhúsupp­færslur sem teknar hafa verið upp með áhorfendum og útbúnar sérstaklega fyrir sýningar í kvikmyndahúsum víðs vegar um heim.